Er það ekki það sem þú ert búinn að vera að bíða eftir?
Útbreiddur misskilningur er að jóga sé bara fyrir konur og þá helst liðugar konur, en tilfellið er að jóga er fyrir alla þá sem vilja láta sér líða betur í eigin líkama. Jóga er tilvalið fyrir þá sem eru stífir og stirðir, orkulausir og þreyttir svo ekki sé talað um þá sem eru undir miklu álagi í vinnu eða lífinu almennt. Jóga er líka fyrir þá sem vilja bæta árangur sinn í þeim íþróttum sem þeir stunda.
Meðvituð öndun, mýkjandi og liðkandi teygjur, styrkjandi stöður, slökun og tenging við sjálfan sig er meðal þess sem allir fá út úr því að stunda jóga, líka karlmenn.
Mikil aukning hefur verið í hinum vestræna heimi á jógaiðkun karla á undanförnum árum og hafa karlarnir oft óskað eftir því að fá að taka fyrstu skrefin í iðkunn sinni í sér karlatímum. Hornhúsið er með opna jógatíma þar sem karlmenn eru hjartanlega velkomnir en býður nú einnig upp á lokaða karlatíma þar sem sérstök áhersla er lögð á að mýkja axlarsvæði, mjóbak, mjaðmir og fótleggi í bland við styrkjandi og slakandi æfingar.
Karlmenn eins og aðrir eiga allt gott skilið og eru þeir eindregið hvattir til að gefa sjálfum sér þá góðu gjöf að kynnast jóga. Kennari er Hulda Laxdal. Sjá nánar á https://www.facebook.com/hornhusid og í auglýsingu frá Hornhúsinu hér í blaðinu.