Það er komin upp hefð hjá okkur í Körfuknattleiksdeild Sindra að halda svokallað Dollumót með meistaraflokkum og yngri flokkum. Þann 22. febrúar var það meistaraflokkur karla og strákar í 6.-10. bekk sem skemmtu sér saman. Sigurvegari var Kasper, og lentu Elli og Jahem í öðru og þriðja sæti. Fyrirmyndir meistaraflokka skipta öllu máli í uppbyggingu yngri flokkanna og því skemmtilegt að gera hluti saman.
Meistaraflokkur kvenna var svo með Dollumót þann 29. febrúar með stelpunum í 4.-6. bekk og má sjá að framtíðin hjá stelpum í körfu á Höfn er björt.
Næstu leikir meistaraflokks karla eru útileikir á Ísafirði, en hægt er að fylgjast með þeim á netinu. Næsti heimaleikur er 13. mars á móti Selfossi.
Allir á völlinn.