Útskrift frá FAS

0
2197

Þann 26. maí fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 20 stúdentar, einn nemandi lauk námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi lauk A stigi vélstjórnar.

Arndís Ósk tekur við viðurkenningu fyrir námsárangur
Arndís Ósk tekur við viðurkenningu fyrir námsárangur

Nýstúdentar eru: Aleksandra Wieslawa Ksepko, Arnar Ingi Jónsson, Arndís Ósk Magnúsdóttir, Birkir Atli Einarsson, Birkir Fannar Brynjúlfsson, Brandur Ingi Stefánsson, Bryndís Arna Halldórsdóttir, Díana Sóldís Einarsdóttir, Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir, Halldór Hrannar Brynjúlfsson, Hákon Guðröður Bjarnason, Íris Björk Rabanes, Ísar Svan Gautason, Kristján Vilhelm Gunnarsson, Óttar Már Einarsson, Sóley Lóa Eymundsdóttir, Svandís Perla Snæbjörnsdóttir, Sævar Ingi Ásgeirsson, Viktor Örn Einarsson og Wiktoria Anna Darnowska.
Sigjón Atli Ragnheiðarson lauk námi í fjallamennsku. Kolbeinn Benedikt Guðjónsson og Kristofer Hernandez útskrifuðust af framhaldsskólabraut. Katrín Soffía Guðmundsdóttir útskrifaðist af fisktæknibraut. Helga Sveinbjörnsdóttir lauk námi í tækniteiknun og Þórir Kristinn Olgeirsson lauk A stigi vélstjórnar.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Arndís Ósk Magnúsdóttir.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni.