Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar

0
1233

Það verður nóg að gera um sjómannadagshelgina.

Laugardagur 1. júní

13:00 Kaffisala Kvennakórs Hornafjarðar í húsi slysavarnarfélagsins, stendur til kl. 16:30.
13:00 Kappróður. Að loknum kappróðri verða bryggjuleikir og fiskasýning niður við höfn.
15:30 Sigling báta ef veður leyfir.
19:30 Sjómannadagshátíð í Íþróttahúsinu

Húsið opnað kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30
Veislustjóri Regína Ósk,
Hljómsveit Tomma Tomm ásamt Regínu Ósk og Steina Bjarka leikur fyrir dansi.
Miðaverð 13000 kr.
Selt verður á ballið eftir kl. 23:00, miðaverð 3000 kr 18 ára aldurstakmark.
Matseðill
Smárétta forréttur: Innbakaður rifinn grís BBQ, tandoori kryddað kjúklingalæri á spjóti, risarækja í hvítlauk og chili, mini Burger með nauti, havarti osti og rauðlaukssultu, djúpsteiktur camembert.
Aðalréttur: Grillað lambafillet, bökuð basil og truflu kartafla, soðgljái og rótargrænmeti.
Eftirréttur: Heimabökuð Brownie, saltkaramella og heimagerður hvítsúkkulaði ís.

Sunnudagur 2. júní

14:00 Sjómannamessa í Hafnarkirkju, prestur sr. Gunnar Stígur Reynisson.
Hugvekju flytur Gunnar Örn Marteinsson. Að lokinni messu verður lagður blómsveigur að minningarreit í kirkjugarðinum.
15:00 Hátíðardagskrá á Hóteltúni (ef illa viðrar færist dagskrá inní Báruna)

  • Ávarp í tilefni dagsins
  • Sjómenn heiðraðir
  • Verðlaunaafhending fyrir kappróður
  • Leikir, bingó og karamelluregn

Hoppukastalar verða á svæðinu.