Gjöf til Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu

0
1365
Rannveig Ásgeirsdóttir og Jóhann Morávek við afhendingu hljóðfæranna.

Skátahreyfingin á Íslandi færði Tónskóla A-Skaft. 26 mismunandi stórar trommur að gjöf.
Síðastliðið sumar héldu skátarnir heimsmót á Úlfljótsvatni og af því tilefni voru fengnar svona trommur frá fyrirtækinu Remo, til að vinna með hópum í trommuhring sem Karl Ágúst Úlfsson stjórnaði ásamt Rannveigu Ásgeirsdóttur dagskrárstjóra mótsins. Að loknu móti var ákveðið að gefa tónlistarskóla þessar trommur og varð okkar skóli fyrir valinu. Þökkum við kærlega fyrir það og munum við klárlega búa til svona trommuhringi með nemendum okkar til eflingar hrynþáttarins í náminu.