Skattahugmyndir VG og Samfylkingar er árás á kjör fólks

0
1124

Skattatvíburarnir boða mikil útgjöld.

Á sama tíma og launþegar ríkisvaldsins eru að leggja fram launakröfur sínar er áhugavert að bera saman skattastefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna á Alþingi. VG og Samfylkingin hafa boðað tugmilljarða aukningu ríkisútgjalda næstu 5 árin eða á bilinu 250-360 milljarða. Þessar tillögur kom fram við umræður um 5 ára fjármálaáætlun í þinginu sl. vor og kosta um 50-77 milljarða á ári. Til þess að ná inn tekjum til að standa undir þessum auknu útgjöldum hafa VG og Samfylkingin boðað miklar skattahækkanir. Boðun á hækkun veiðigjalda kemur ekki á óvart og enn síður kemur það á óvart að þeir sem eru eldir en 60 ára og eiga skuldlausar eignir sem fá kaldar kveðjur frá skattatvíburunum VG og Samfylkingunni með boðun á auðlegðarskatti. Það er ekkert nýtt í því að þeir flokkar leggi byrgðar á eldra fólkið umfram aðra. Skattatvíburarnir lögðu mikla áherslu á það í þinginu að laun lækna og hjúkrunarfólks hækkaði eins og raun varð á í síðustu kjarasamningum heilbrigðistétta. Nú leggja tvíburarnir skattaglöðu mesta áherslu á að ná þeim hækkunum til baka með sérstökum hátekjuskatti sem læknar og hátt launaðar heilbrigðisstéttir falla í. Fyrst krefjast skattglöðu tvíburarnir VG og Samfylkingin bættra kjara heilbrigðisstétta en vilja síðan draga ávinninginn til baka í ríkissjóð. Þá afnámu þeir sjómannaafsláttinn og nú á að bæta á saltið í það sár og grípa þá sjómenn sem best bera úr bítum í gildru hátekjuskatts. Sú skattlagning kemur til viðbótar mikilli kjaraskerðingu sem sjómenn hafa orðið fyrir vegna styrkingu krónunnar, en launaskerðing þeirra síðust misserin má telja í tugum prósenta líklega 35% og kveðjan frá skattatvíburunum því köld. Þessi draumahátekjuskattur skattatvíburanna er þó aðeins brot að því sem þarf til að loka útgjaldagatinu sem þeir boða en fram hefur komið að 76% hátekjuskattur á laun umfarm 2 mkr. á mánuði skili aðeins 2,7 milljörðum upp í 50-70 milljarða útgjaldaaukningu VG og Samfylkingar á ári. Það verður því leitað til almennings um það sem á vantar.

Skattastefna Sjálfstæðisflokksins er klár og liggur fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir því á kjörtímabilinu 2013-2016 að afnema öll vörugjöld og tolla þó enn séu tollar á landbúnaðarvörum. Áhrifin eru lægra vöruverð sem skilar sér beint í vasa neytenda. Neðra þrep tekjuskatts var lækkað úr 40% eftir persónuafslátt í 37% og Sjálfstæðisflokkurinn boðar  að lækka þrepið í 35%. Milliþrepið í tekjuskattinum var afnumið og millitekjuhópurinn fór því í neðra skattþrepið, en hærra þrepið er 46% eftir að persónuafsláttur er nýttur. Þessar skattalækkanir, aukin kaupmáttur, lág verðbólga og verulegar launahækkanir á vinnumarkaði hafa trygg heimilunum í landinu betri afkomu en áður hefur þekkst.

Hér liggja klárar línur í skattamálum. Það verður kosið um áframhaldandi skattalækkunarstefnu Sjálfstæðisflokksins sem mun skila hjónum með  meðaltekjur um 600 þúsund krónum meira í ráðstöfunartekjur á ári. Eða skattahækkunarstefna skattatvíburanna í VG og Samfylkingu sem þeir fara ekki leynt með og mun leggjast þungt á allan almenning í þessu landi. Hlustið bara vandlega á hvað þeir boða í skattamálum, þó aðallega hverju þeir vilja ekki svara.

Ég mun kjósa með bættum hag heimilanna í landinu. Kjósum X-D á kjördag.

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.