Glacier Trips styrkir yngri flokka Sindra

0
1723

Á undanförnum vikum hefur haust starf yngri flokka Sindra í knattspyrnu verið að fara af stað. Yfir 100 iðkendur æfa knattspyrnu hjá deildinni allt frá tvisvar til fjórum sinnum í viku í Bárunni. Það er því mikilvægt að endurnýja bolta og búnað reglulega til að hægt sé að bjóða þjálfurum og iðkendum upp á bestu aðstöðu til æfinga. Mánudaginn 9. október mættu þau Sindri, Fanney, Erla og Steinar færandi hendi á æfingu 6. flokks með nýja Mitre bolta en fyrirtækið þeirra, Glacier Trips ehf styrkti deildina til kaupa á boltum fyrir yngri flokka félagsins. Fyrir hönd foreldra og iðkenda þökkum við Glacier Trips ehf kærlega fyrir stuðninginn!
Yngriflokka ráð Sindra.