Á dögunum var gert samkomulag milli Hornfirska Skemmtifélagsins og Hafsins að
16. sýning Skemmtifélagsins, One Hit Wonders, verði á Hafinu í Kartöfluhúsinu.
Salurinn er stærri og tekur því fleiri í sæti. Þess vegna verða sýningarnar þrjár í stað fimm. Sýningardagarnir verða 7., 14. og 21. október. Miðapantanir fara fram í gegnum tölvupóstfangið kartofluhusid@gmail.com.
Hornfirska Skemmtifélagið vill nýta tækifærið og þakka Hótel Höfn fyrir samstarfið síðustu ár.