Hótel Höfn einn aðalstyrktaraðili ungmennafélagins Sindra

0
1573
undirritun
við undirritun samnings

Ungmennafélagið Sindri og Hótel Höfn hafa skrifað undir samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn var undirritaður 6. júní síðastliðinn af Ásgrími Ingólfssyni, formanni Sindra, og Fanneyju Björgu Sveinsdóttur, hótel- og framkvæmdastjóra Hótels Hafnar að viðstöddum forsvarsmönnum flestra deilda og Vigni Þormóðssyni stjórnarformanni Hótels Hafnar ehf. Samningurinn er viðamikill og hlýtur Sindri veglega styrki frá Hótel Höfn sem ná til allra deilda félagsins. Ekki er þörf á að fjölyrða um mikilvægi þessa samnings fyrir Sindra og ríkir mikil ánægja með niðurstöðuna af hálfu beggja aðila sem hlakka til samstarfsins næstu árin.