30 km hámarkshraði íbúðargötum – Umferðaröryggisáætlun

0
423

Sveitarfélagið Hornafjörður vill vekja athygli íbúa á því að nú er unnið að uppsetningu skilta sem takmarka hámarkshraða í íbúðargötum í samræmi við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins., en hana má sjá á vefnum www.hornafjordur.is undir stefnur og skýrslur.
Markmiðið með breytingunni er að auka öryggi allra bæjarbúa og gesta, gera gangandi og hjólandi umferð hærra undir höfði og fækka óhöppum og slysum í umferðinni. Sýnt hefur verið fram á að hraði ökutækja hefur mikil áhrif á annars vegar fjölda slysa og hins vegar alvarleika slysa.
Meðfylgjandi eru kort úr umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem sýnir með gulu þær götur sem verða með 30 km hámarkshraða.

Uppsetning skiltanna tekur einhverja daga og biðjum við íbúa að sýna okkur biðlund á meðan.
Vakin er athygli á því að við notast er við tvennskonar hraðatakmörkunarskilti. Hraðmerking 30 km svæða er merkt með ferköntuðu merki og gildir þá hraðatakmörkun á öllum götum innan svæðisins. Þar sem notuð eru hringlaga merki, sérstök takmörkun hámarkshraða, þá gildir það í akstursstefnu á þeim vegi sem það er sett við eða þar til önnur hraðamörk eru gefin til kynna með nýju merki.