Vorprófum háskólanema lokið í Nýheimum

0
239

Nú sem fyrr hefur fjöldi háskólanema þreytt lokapróf sinna háskóla í Nýheimum en þekkingarsetrið hefur haldið utan um prófaþjónustu fyrir alla háskóla landsins, að listaháskólanum undanskildum. Er þetta sjötti veturinn sem setrið sinnir þessu verkefni en einnig bjóðum við álíka þjónustu til sí-og endurmenntunarmiðstöðva sem og erlendra háskóla í samstarfi við þá, sé þess óskað. Á vorönn 2023 hefur 21 háskólanemi tekið samtals 55 próf en á næstu dögum fara fram upptökupróf háskólanna. Aldrei fyrr hafa jafn margir setið anna- og lokapróf háskólanna í Nýheimum, á síðustu önn voru prófin 51 og 49 haustið 2019 en þau voru talsvert færri í COVID vegna breytts námsfyrirkomulags háskólanna, þ.e. aukin verkefnaskil og heimapróf. Við fögnum því að háskólanemar nýti sér aðstöðuna sem í boði er í Nýheimum og sjái hag í því að taka próf sín í heimabyggð. Að endingu hvetjum við aðra háskólanema til að kynna sér lesaðstöðu og prófaþjónustu sem í boði er í Nýheimum.

Gleðilegt sumar, háskólanemar