Vetrarfrí fjölskyldunnar á Suðurlandi

0
1091
Grímsnes. Mynd: Páll Jökull Pétursson

Hefur fjölskyldan farið saman í íshelli, séð bráðið rauðglóandi hraun eða borðað í gróðurhúsi?

Vetrarfrí grunnskólanna eru á næsta leiti og á Suðurlandi má finna fjölbreytta skemmtun og upplifun fyrir alla fjölskylduna. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna meðan á vetrarfríum stendur, 15. – 25. feb og 28. feb – 8.mars.
Með því að ferðast um heimabyggð styrkjum við þjónustu og afþreyingu sem er í boði á okkar svæði og stuðlum að því að sú þjónusta verði áfram í boði bæði fyrir heimamenn og gesti. Ein af jákvæðu áhrifum ferðaþjónustunnar er fjölbreytileiki veitingastaða, afþreyingar og gistingar. Með tilkomu ferðamanna til landsins er orðin möguleiki fyrir fyrirtæki að reka þessa þjónustu allt árið um kring og heimamenn njóta síðan góðs af. Því er kjörið tækifæri að nýta sér þjónustuna í vetrarfríum og njóta upplifunar í heimabyggð.