Vatnavextir í Sveitarfélaginu Hornafirði (myndir & myndbönd)

0
6025

Eins og fólk hefur orðið vart við hafa verið miklir vatnavextir í kjölfar mikilla úrkomu undanfarna daga og hafa vegir farið í sundur á nokkrum stöðum. Búið er að loka þjóðveginum við Hólmsá, þar sem áin flæðir yfir veginn, og við Steinavötn. Ekki er gert ráð fyrir að vegurinn verði opnaður fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag. Bendum við lesendum að fylgjast með stöðu mála á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is.

Myndir og myndbönd birt með góðfúslegu leyfi Björgunarfélags Hornafjarðar.