Vatnajökull Dekk verður til

0
2831
Guðbrandur ásamt Sölva Þór að sækja bilaðan bíl upp í Lón

Þann 8. júní urðu eigendaskipti á dekkjaverkstæði Vatnajökull Travel þegar Guðbrandur Jóhannsson, sem verið hefur með rekstur í Bugðuleiru 2 í 15 ár, afhenti Sölva Þór Sigurðarsyni lyklana að húsnæðinu.
Sölvi Þór tekur við húsnæðinu og rekstri dekkjaverkstæðisins sem nú verður rekið undir nafninu Vatnajökull Dekk.
Fyrirtækið mun sinna dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir ökutækja og bjóða áfram uppá vegaaðstoð.
Guðbrandur mun áfram reka hópferðabílaþjónustu hjá Vatnajökull Travel. Nýverið festi Guðbrandur kaup á nýrri 50 manna Setra sem er þriðja rútan í flota hans og getur hann því flutt um 200 manns með bílum sínum. Fyrirtækið sinnir skemmtiferðaskipum sem og öðrum fólksflutningum.

Nýja Stetra rútan er glæsileg að sjá

Sölvi Þór hefur starfað hjá Guðbrandi í fjögur ár og segist spenntur fyrir framtíðinni. “Það er komin mikil reynsla hér hjá Vatnajökull Dekk og ég hlakka til að þjónusta Hornfirðinga og aðra sem eiga leið um svæðið.”
Guðbrandur og Kristín vilja nota tækifærið og þakka öllum nær og fjær fyrir viðskiptin á liðnum árum á sama tíma og þau óska Sölva og heimamönnum til hamingju með Vatnajökull Dekk.