Utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018

0
1202

Atkvæðagreiðsla á skrifstofum sýslumanns

Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, á opnunartíma sýsluskrifstofa, milli kl. 9.00-15.00. Síðustu viku fyrir kosningar verður opnunartími lengdur á skrifstofum embættisins sem hér segir:

Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði
22.-24. maí kl. 9:00-16:00
25. maí kl. 9:00-18.00

Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal
22.-25. maí kl. 9.00-16.00
26. maí (kjördagur) kl. 11.00-13.00

Austurvegi 6, Hvolsvelli
22.-24. maí kl. 9.00-16.00
25. maí kl. 9.00-18.00
26. maí (kjördagur) kl. 10:00-12:00

Hörðuvöllum 1, Selfossi
14.-18. maí 9.00-16.00
22.-24. maí 9.00-18.00
25. maí 9.00-20.00
26. maí (kjördagur) 10.00-12.00

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Skaftárhreppi fer fram á heimili Sigurlaugar Jónsdóttur, Klausturvegi 7, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími skv. samkomulagi. Sími 895-0103.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Öræfum fer fram á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum. Opnunartími skv. samkomulagi. Sími 478-1760 og 894 1765.

Ábyrgð á atkvæði

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utankjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi

Þeir sem ekki eiga heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til embættisins, fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 22. maí nk. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning.is.

Kosning á sjúkrastofnunum

Sjá auglýsingu á www.syslumenn.is

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru.
Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi