Við eftirlit lögreglunnar á Suðurlandi hefur vakið sérstaka eftirtekt hve börn og ungmenni eru dugleg að nota öryggisbúnað eins og reiðhjólahjálma. Þá er fjölgun í notkun ljóskera á reiðhjólum og eykur það öryggi í umferðinni. Mega hinir eldri taka þau sér til fyrirmyndar.
Við morguneftirlit sjáum við góða notkun gangbrauta á Víkurbraut og Hafnarbraut, þar sem gangbrautarvörður frá grunnskóla stendur vaktina. Mikilvægt er að ökumenn bifreiða aki varlega á álagstímum, sér í lagi í upphafi og enda skóladags, og verður ekki annað séð en að gangbraut sé virt og umferð gangi greiðlega fyrir sig.
Hvetjum foreldra og börn til að muna eftir endurskinsmerkjum og fjölga reiðhjólum með ljósker í skammdeginu meðan unnt er að hjóla.
Lögreglan á Suðurlandi