Héraðsfréttablaðið Eystrahorn

eh-forsida

Eystrahorni er dreift í öll pósthólf í Austur-Skaftafellssýslu með Póstinum á fimmtudagsmorgnum. Að auki er blaðinu dreift á gistiheimili, kaffistofur, biðstofur, fyrirtæki og stofnanir eftir aðstæðum. Fólk utan héraðs getur sömuleiðis fengið blaðið sent ef það óskar þess og greiðir þá vildaráskrift 1000- kr. á mánuði.

Blaðið er litprentað á góðan pappír í 1000 eintökum. Venjulega er blaðið átta síður en þær geta orðið fleiri eða færri, allt eftir framboði auglýsinga í hverju blaði.

Blaðið er fyrst og fremst þjónusturit (skilaboðaskjóða) fyrir íbúa héraðsins þar sem aðilum gefst tækifæri á að koma á framfæri upplýsingum og auglýsingum. Jafnframt birtir blaðið áhugavert staðbundið efni.

Auglýsingum og efni þarf að skila fyrir kl. 12:00 á mánudögum