Á þessu ári mun sveitarfélagið vinna tilraunaverkefni um að samþætta frístundaakstur og almenningssamgöngur út maí n.k. og aftur í haust frá september fram í desember 2021.
Verkefnið felur í sér að íbúum 18 ára og eldri verður boðið að nýta sér síðdegisaksturinn þeim að kostnaðarlausu til og frá heimreiðum bæja í Nesjum, Mýrum og í Suðursveit. Stoppistöð fyrir farþega í Nesjahverfi verður við N1 söluskálann.
Sveitarfélagið hefur um tíma boðið börnum í dreifbýli upp á frístundaakstur síðdegis alla virka daga frá Höfn að heimili þeirra í Nesjum, á Mýrum og í Suðursveit. Markmiðið er að jafna aðstöðu barnanna til að taka þátt í íþróttum og frístundum á Höfn.
Aksturinn hefst 1. febrúar n.k., stendur út maí í samræmi við eftirfarandi tímatöflu:
Ekið verður frá íþróttahúsinu við Heppuskóla á Höfn samkvæmt eftirfarandi áætlun og miðast tímasetningar við brottför þaðan:
Mánudagur kl. 16:20
Þriðjudagur kl. 16:20
Miðvikudagur kl. 17:20
Fimmtudagur kl. 17:40
Föstudagur kl. 17:20
Þeir sem ætla að nýta sér ferð þurfa að hringja eða senda sms í símanúmerið 867-0493 ca. tveimur klukkustundum fyrir áætlaða brottför. Akstursaðilar þurfa tíma til að hafa tiltæka rétta stærð af bíl í samræmi við fjölda farþega.
Hægt er að nýta sér ferðir bílsins til baka úr sveitunum með því að láta vita í sama símanúmer við heimreið hvaða bæjar farþeginn vill koma í bílinn og þá fær hann til baka áætlaðan komutíma bílsins. Farþegi þarf að vera mættur, bíll bíður í 2 mínútur við heimreiðina en verði farþegi ekki kominn innan þess tímaramma fer bíllinn án hans.
Falli frístundaakstur niður af einhverjum orsökum ekur bíllinn ekki. Hafi farþegi bókað þegar þannig stendur á verður hann látinn vita.
F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Matthildur Ásmundardóttir,
bæjarstjóri