Vegna slæmrar umgengni í Fjárhúsavík er gripið til þeirra ráðstafana að loka fyrir alla úrgangslosun í Fjárhúsavík á Ægissíðu.
Svæðið verður lokað frá og með þriðjudeginum 13. október 2020.
Bent er á að Íslenska Gámafélagið tekur á móti gjaldfrjálsum og gjaldskyldum úrgangi, þar með talið garðaúrgangi, múrbroti og jarðvegi
Opnunartími söfnunarstöðvar er:
- Mánudagar: 13:00-17:00
- Þriðjudagar: 15:30-17:30
- Miðvikudaga: 15:30-17:30
- Fimmtudaga: 15:30-17:30
- Laugardaga: 11:00-15:00
Gjaldskrá söfnunarstöðvar má finna á www.hornafjordur.is
Nánari upplýsingar varðandi þjónustu Íslenska Gámafélagsins má fá hjá Einari verkstjóra í síma 840-5710.
Þurfi einstaklingar að losa mikið magn af garðaúrgangi má hafa samband við Áhaldahúsið á opnunartíma í síma 895-1473.
Lokun Fjárhúsavíkur verður endurskoðuð fyrir næsta sumar.
Með kveðju,
Starfsfólk Sveitarfélagsins Hornafjarðar