Þakkir

0
466
Tökuliðið fyrir Volaða land. Mynd: Hörður Geirsson

Kæru Hornfirðingar,
Eftir árangursríkar og ævintýralegar tökur á nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, VOLAÐA LAND, í Hornafirði og nágrenni á síðasta ári, viljum við teymi kvikmyndarinnar þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir samstarfið. Stuðningur ykkar og velvild í garð verksins er okkur gífurlega mikils virði, aðeins með slíku samstarfi er það okkur mögulegt að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu á svæðinu. Við vinnum nú hart áfram að eftirvinnslu myndarinnar næstu mánuði og hlökkum mikið til að deila með ykkur afrakstrinum.

Við óskum ykkur öllum farsældar á nýju ári!

Fyrir hönd teymisins,
Anton, Hlynur og Katrin