Sumaráætlun leiðar 94: Höfn – Djúpivogur – Breiðdalsvík

0
587

Vegagerðin og Strætó bs. hafa gefið út að akstursleið 94, áður þekkt sem leið 4, mun hefja sumarakstur frá og með sunnudeginum 15. maí. Ferð vagnsins hefst á Höfn í Hornafirði í stað Djúpavogi, og endastöðin verður á Breiðdalsvík. Ein hringferð verður því Höfn – Djúpivogur – Breiðdalsvík – Djúpivogur – Höfn.

Vagninn ekur á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og svo sunnudögum.

Allar frekari upplýsingar um leiðaráætlun og gjaldskrá er að finna á https://straeto.is/skipuleggja-ferd/timatoflur/landsbyggdin,
 https://straeto.is/media/2022/03/austfirdir.pdf og hjá þjónustuveri Strætó bs. í síma 540-2700