„Skylt er að hafa það heldur er sannara reynist“

0
315

Það er gott að geta gripið til þessara orða Ara fróða þegar mikið liggur við.
Í síðasta blaði Eystrahorns birtist á forsíðu grein Hjördísar Þóru Sigurþórsdóttur um gjöf Verkalýðsfélags Jökuls til Félags eldri Hornfirðinga sem ekki var minnst á í 40 ára afmælisriti félagsins. Ég þakka Hjördísi Þóru kærlega fyrir athugasemdina.
Það er nú svo að greinin sem ég skrifaði í afmælisritið um 40 ára starf félagsins er ekki sagnfræði þar sem allar heimildir eru dregnar fram og lúslesnar, heldur aðeins ágrip af sögunni þar sem ég fletti í gegnum fundagerðarbækurnar og punktaði hjá mér það helsta sem ég sá. Fundagerðir eru oft mis nákvæmlega skráðar í bækur og því auðvelt að sjást yfir ýmislegt ef aðeins er farið eftir þeim.
Það er samt ófyrirgefanlegt að sjást yfir jafn mikilvægt atriði og þessi veglega gjöf verkalýðsfélagsins Jökuls var og eflaust hefur mér sést yfir fleira markvert úr sögu félagsins.
Þykir mér það mjög leitt og biðst velvirðingar á þessari yfirsjón og fleirum sem kunna að finnast.

Sigurður Örn Hannesson