Sindri Örn og Vöruhúsið

0
695

Sindri Örn Elvarsson er forstöðumaður Vöruhússins. Þar getur fólk unnið að ýmsum föndurverkefnum með þeim tækjum og tólum sem þar eru að finna.
Bæði grunnskólinn og framaldsskólinn nýta sér aðstöðuna til þess að vinna að skapandi verkefnum. Fab Lab er einnig opið fyrir almenning þegar ekki er kennsla í húsnæðinu.
Markmið Sindra er fyrst og fremst að halda áfram þeirri uppbyggingu sem Vilhjálmur Magnússon hóf. Sindri er sjálfur enn að læra inn á allt sem Vöruhúsið hefur upp á að bjóða.
Í Fab Lab eru ýmis tæki sem fólk getur notað til þess að gera hugmyndir sínar að veruleika. Þar eru laserskerar, þrívíddarprentarar, vínylskeri, formgerðarvél og fræsari.
Fab Lab Stelpur og tækni er verkefni sem Vilhjálmur hafði frumkvæði að og hrinti í framkvæmd fyrir jól. Í þessari viku hófst önnur lota af þessu verkefni fyrir yngri stúlknahóp, en stelpur í 7. til 10. bekk geta tekið þátt í verkefninu núna.
Boðið hefur verið upp á Fab Lab námskeið í gegnum tíðina og ætlar Sindri sér ekki að hætta þeirri starfsemi. Sindri stefnir á að skipuleggja örnámskeið fyrir almenning svo að sem flestir geti nýtt sér þá snilld sem er að finna í Vöruhúsinu. Við hvetjum alla til að kynna sér möguleikana sem Vöruhúsið býður upp á.
Sindri vill benda á að ekki skal fara alveg eftir stundatöflu Vöruhússins, oft er opið eftir samkomulagi. Áhugasamir geta haft samband í gegnum sindriorn@hornafjordur.is.

Höfundar: Anna Lára, Isabella Tigist, Nína, Helga, Siggerður, Marie Salm