Ritstjórnarstefna

Blaðið á fyrst og fremst að vera vettvangur til að miðla upplýsingum til lesenda með fréttum, fróðleik og auglýsingum ásamt að varðveita heimildir sem ekki eru skráðar annars staðar og skapa menningarleg verðmæti fyrir íbúana. Blaðið má aldrei vera farvegur fyrir þá sem telja sig þurfa að leysa persónuleg vandamál sín fyrir opnum tjöldum eða útkljá persónulegar deilur einstaklinga. Það má aftur á móti takast á um málefni og rökræða þau.

Aðsendargreinar eru á ábyrgð höfunda, efni og framsetning þarf ekki að endurspegla skoðanir Eystrahorns