Opin ráðstefna um almannavarnir og skipulag

0
1240

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun standa að ráðstefnu um almannavarnir og skipulag sem fram fer á Hótel Selfossi þann 17. maí nk. kl 9:00 – 15.00.

Ráðstefnan er afurð íbúafunda sem haldnir voru s.l. haust í tengslum við umhverfis- og auðlindamál á Suðurlandi. Íbúar kölluðu eftir skýrari regluverki fyrir sveitarfélög, íbúa og gesti til að fara eftir þegar kemur að skipulagsmálum í tengslum við náttúruvá. Vangaveltur íbúa á fundunum voru m.a. um það hvernig hægt sé að tryggja öryggi íbúa og gesta á Suðurlandi þar sem mannvirki eru skipulögð, byggð og reist á mögulegum hættusvæðum. Áherslur í almannavörnum er að tryggja öryggi allra gagnvart ógnum og að tryggja sem kostur er að viðbragðskerfi séu samhæfð og tilbúin til að bregðast við ólíkum aðstæðum vegna mismunandi ógna.

Vangaveltur eins og hvernig getur skipulagsferlið tekið betur á þessum málum en gert er í dag og hvaða áskoranir og verkefni eru til að vinna að og leysa svo að tryggja megi betur öryggi íbúa og gesta fyrir þeirri náttúruvá sem steðjar að á Suðurlandi. Vonast er til að ráðstefnan varpi ljósi á þessar vangaveltur og fleiri og einnig hvort að skortur sé á að regluverk taki nægilega mikið tillit til náttúruvár við skipulag byggðar.

Ráðstefna er áhersluverkefni sóknaráætlunar Suðurlands árið 2019 og styður við byggðarþóun og þau samfélagslegu áhrif sem það getur haft að búa við náttúruvá, en mikilvægt er að íbúar og gestir á Suðurlandi finni fyrir öryggi og trausti til þeirra sem stýra almannavörnum og skipulagsmálum í sínu nærsamfélagi.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt en skráning á ráðstefnuna stendur yfir á heimasíðu sass.is http://www.sass.is/radstefna-almannavarnir-skipulags/

Dagskrá ráðstefnunar
________________________________________

9:00 Kaffi og skráning
9:30 Ráðstefna opnuð
Páley Borgþórsdóttir  lögreglustjóri Vestmannaeyjum

9:35 Setning ráðstefnu
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra

9:45 Náttúrurvá á Suðurlandi
Gerð grein fyrir náttúruvá á Suðurlandi og Vestmannaeyjum, horft til afleiðinga og tíðni. Umsagnir og hvað virkar og hvað vantar. Hvað þarf að bæta í umsagnarferli vegna skipulagsmála?
Jórunn Harðardóttir Veðurstofu Íslands

10:25 Sýn á almannavarnir
Forvarnarþáttur almannavarna. Með hvaða hætti er hægt að draga úr líkum á tjóni vegna skipulags? Hver er staðan í dag og hvað þarf að bæta? – reynsla og dæmi
Víðir Reynisson

10:45 Skipulag byggðar með tilliti til náttúruvár
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar

11:05 Loftlagsbreytingar – áhrif á skipulag
Við hverju má búast og hvaða áhrif getur það haft á skipulag á Suðurlandi til lengri tíma á Suðurlandi? (sjávarstaða, bráðnun jökla, hlýnun andrúmslofts o.s.frv.)
Halldór Björnsson Veðurstofu Íslands

11:30 Tryggingar og náttúruvá
Hvaða áhrif hefur það á tryggingar mannvirkja sem byggð eru á náttúruhamfarasvæði? Lög og skyldur Náttúruhamfaratryggingar Íslands
Hulda Ragnheiður Árnadóttir Náttúruhamfaratryggingu Íslands

12:00 – 13:00 Matarhlé – Léttur hádegisverður á Hótel Selfossi í boði SASS
13:00 Sjónarmið – frá skipulagslegu viðhorfi

-Manngerðir jarðskjálftar
Áhrif og aðkoma skipulagsyfirvalda sveitarfélaga, hvað má betur fara? Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar

-Sumarbústaðasvæði
Úttekt sveitarfélagsins, lærdómur og áhrif á skipulag og hvað má bæta? Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar

-Skógrækt – skipulag
Skógrækt með skipulag, öryggi og eldvarnir í huga
Björn B. Jónsson, verkefnastjóri Skógræktarinnar

-Varúðarsvæði og náttúruvá
Áhrif á skipulag. Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar

-Eldgosavá – jökulflóð – berghlaup
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

14:00 Pallborð – náttúrvá og skipulagsmál

Að hverju þarf að huga betur og hver eiga að vera næstu skref?

Þátttakendur í pallborði
Formaður stjórnar SASS Eva Björk Harðardóttir
Veðurstofa Íslands Halldór Björnsson
Skipulagsstofnun Ásdís Hlökk Theodórsdóttir
Sveitarfélögin Ásta Stefánsdóttir
Almannavarnir Víðir Reynisson

Ráðstefnuslit
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra