Málfríður malar. 18 maí

0
548

Jiii í dag ætla ég að hrósa, það gerist ekkert mjög oft en ef einhver á það skilið þá hrósa ég svona endrum og eins. Ég ætla að hrósa þessari smörtu umgjörð eða hönnun við ráðhúsið. Þetta er ekkert smá smart þessi hellulögn og ekki skemmir upphækkuð göngubrautin og með þessum sniðugu takka hellum! Það var kominn tími á það að þarna kæmi göngubraut. Eina sem ég er kannski smá stressuð yfir, er ef á að troða einhverjum gras lufsum í þessi smörtu þríhyrndu beð þarna sem appelsínugulu og hvítu keilurnar standa ofaní. Það yrði alveg ömurleg framkvæmd ef af því yrði og heildarlúkkið yrði ekki eins smart og þá þyrfti ég eða einhver annar að setja útá það. Skoðum bara eldri hellulagnarkantana við Hafnarbrautina þar sem gulnað grasið er alls staðar komið á milli og er mjög deprimerandi svona sérstaklega yfir haust mánuðina sem eru sirka 9 mánuðir á ári. Það væri kannski bót á gulnaðri ásýnd ef við myndum apa upp eftir kananum flottri hugmynd, en þeir spreyja sko ljóta gulnaða grasið ,,grænt”! Svo syngja þeir: Allt sem er grænt, grænt finnst mér vera fallegt eða ég held það, að minnsta kosti. Svo er það önnur hugmynd sem ætti kannski að koma á framfæri til þeirra sem hanna eða teikna upp götur og gangstéttar hér að ef þeir/þær/þau/ og allt hitt vilja endilega hafa eitthvað grænt í heilarmyndinni þá má alveg benda manneskjunum á það að það er hægt að fá litaðar grænar hellur ef það er möst að hafa grænt með þessu rauða og gráa.

Málfríður