Málfríður malar, 15. júní

0
863

Hellú hellú Málfríður hér, í sólinni á Tene. Ég mátti til með að láta ykkur vita hvar ég er þessa stundina þannig að ég hef varla tíma til að skrifa því það er svo mikið að skoða hér og vitanlega njóta lífsins lystisemda með áti á erótískum ávöxtum og drykkju á sértstökum sparidrykkjum. Ekki má nú gleyma því að láta sólina sleikja sig upp, þvílíkur unaður. En aftur heim á Hafnarbrautina, ég veit ekkert fallegra en þegar blóm hafa verið sett í þessi beð þarna á Hafnarbrautinni en það er eitt beð sem lendir alltaf undir dekkjum bílanna. Það er beðið sem er við Kaffi Hornið. Þetta er alltof þröngt að troða þarna beði þegar fólk er að keyra út úr bílasatæðinu þá vill það oft lenda á þessu þríhyrnda kjánabeði. Væri ekki nær að fjarlægja það? Uhh -nei það sem snillingunum datt til hugar var að troða risa grjóti ofan í beðið svo allir Dacia Duster bílarnir skemmast við að taka þarna þrönga beygjuna. Sök sér ef þarna keyra rútur þá fara þær bara yfir grjótið og finna kannski smá fyrir því. Það fyndnasta var að þegar steinarnir voru komnir í beðið þá mátti sjá þarna bílför eftir einhvern bílinn og hver veit nema að bíllinn hafi skemmst eitthvað. Hefði þá ekki verið viturlegra að fjarlægja grjótið? Uhh nei höldum áfram að láta fólk skemma bílana sína við þessar slysagildrur sem eru við gömlu hellulögnina á Hafnarbrautinni. Gróðursetjum bara blóm til að fela grjótið svo fólk taki ekki eftir því. Hver er eiginlega bótaskyldur fyrir því þegar fólk skemmir dekk og felgur eingöngu við það að aka eftir Hafnarbrautinni. Ég bara spyr?

Málfríður