Nýlega úthlutaði Kvískerjasjóður styrkjum ársins 2017. Tíu umsóknir bárust og hlutu sex verkefni styrk að þessu sinni.
Verkefnin eru:
Rannsókn á smíðagripum Helga Björnssonar frá Kvískerjum í Öræfum
Anna Ragnarsdóttir Pedersen og Emil Moráverk Jóhannsson hljóta styrk að upphæð 500.000 kr.
Fræafrán á Skeiðarársandi
Dr. Bryndís Marteinsdóttir, próf. Þóra Ellen Þórhallsdóttir HÍ og Dr. Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins hljóta styrk að upphæð 400.000 kr.
Viðhald á fiðrildagildrum í Skaftafellssýslum
Náttúrustofa Suðausturlands hlýtur styrk að upphæð 265.000 kr.
Þróun aðferða til að efla þátttöku almennings í skipulagi og ákvarðanatöku sjálfbærrar ferðamennsku
Prof. Rannveig Ólafsdóttir HÍ og Þorvarður Árnason Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði hljóta styrk að upphæð 500.000 kr.
GPS mælingar á jarðskorpuhreyfingum við Öræfajökul
Ásta Rut Hjartardóttir, Jarðvísindastofnun HÍ hlýtur styrk að upphæð 500.000 kr.
Úr hafi að jökli
Dr. Freydís Vigfúsdóttir, Dr. Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Dr. Bryndís Marteinsdóttir HÍ hljóta styrk að upphæð 700.000 kr.
Hlutverk Kvískerjasjóðs er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningu í Austur-Skaftafellssýslu. Frá upphafi hefur sjóðurinn stutt við margvísleg metnaðarfull verkefni sem bæði eru mikilvægt framlag inn í vísindaheiminn en ekki síður munu þau geta gagnast til að styrkja framþróun byggðar í Austur-Skaftafellssýslu. Á heimasíðu Kvískerjasjóðs verður eftir því sem mögulegt er og í samráði við styrkþega hægt að nálgast upplýsingar um niðurstöður verkefna.
Það er mat sjóðsstjórnar að Kvískerjasjóður hafi sannað gildi sitt, verið hvati að margvíslegum rannsóknum í Austur-Skaftafellssýslu og þannig stuðlað að framhaldi þess umfangsmikla vísindastarfs systkinanna á Kvískerjum eins og honum var ætlað við stofnun. Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsvæði Kvískerjasjóðs, www.kviskerjasjodur.is.