Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Höfn.

0
520

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heldur opinn fund á Höfn í Hornafirði í fyrramálið, föstudaginn 5. maí kl. 10:30 í Vöruhúsunu.  Fundurinn er öllum opinn og ber yfirskriftina Samtal við forsætisráðherra um sjálfbæra þróun.  Þetta er síðasti fundurinn sem ráðherra heldur í fundaröð sinni um landið til að heyra sjónarmið landsmanna vegna stefnumótunar fyrir Íslands um sjálfbæra þróun sem nú fer fram í forsætisráðuneytinu.

Sex staðfundir af sjö eru sem sagt búnir, á Akureyri, í Kópavog, Borgarnesi, á Selfossi og Egilsstöðum og hefur þáttaka verið mjög góð og ánægjulegt að heyra hvað fólk um allt land hefur mikið til málefnisns sjálfbær þróun að leggja.  

Mjög ánægjulegt verður að hitta sem flesta á fundinum í Vöruhúsinu á morgun, en boðið verður upp á léttar hádegisveitingar.  Fundarstjóri er Sigurjón Andrésson bæjarstjóri og aðalframsögumaður auk ráðherra er Þorvarður Árnason  forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.

Við vonum að Katla fari ekki að láta á sér kræla í nótt, þannig að flug austur raskist aftur, en sem kunnugt er ætlaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að halda fund um Sjálfbæra þróun á Íslandi í síðustu viku en því miður var ekki hægt að fljúga á Hornafjörð eins og til stóð og því varð að aflýsa fundinum.  Fundurinn verður sem sagt á Höfn í fyrramálið og við öll sem stöndum að Sjálfbæru Íslandi  hlökkum mikið til að koma.“   Segir Elín Hirst, verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu.