Sækja þarf um byggingaleyfi áður en byrjað að grafa grunn að mannvirki, breyta því, rífa eða flytja það, breyta burðakerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi.
Byggingafulltrúi sveitarfélagsins sér um að annast útgáfu byggingaleyfa fyrir mannvirki sem staðsett eru í
Sveitarfélaginu Hornafirði.
Samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerðar nr. 112/2012 þarf að byrja á að hafa samband við byggingafulltrúa þegar teikningar af húsum eða önnur áform eru tilbúin. Byggingafulltrúi metur hvort teikningar eru lögmætar og réttar.
Hvernig skal sækja um byggingaleyfi?
Hægt er að sækja um byggingaleyfi í gegnum Íbúagátt:
http://ibuagatt.hornafjordur.is.
Umsókninni skal fylgja:
- Aðaluppdrættir ásamt byggingalýsingu á pappír eða á rafrænu formi.
- Tilkynning um hönnunarstjóra.
- Samþykki meðeiganda (ef þörf er).
Nánari upplýsingar gefur:
Bartosz Skrzypkowski
Byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sími 470-800 netfang bartoz@hornafjordur.is