Heilsueflandi samfélag-Svefn

0
894

Svefninn er mikilvæg grunnþörf okkar fyrir góða heilsu eins og næring og hreyfing.
Í nútíma samfélagi sofa margir of lítið og og sumir einungis nokkra klukkutíma á sólahring.
Lítill svefn getur haft slæm áhrif ef til lengri tíma er litið og truflað lífsklukkuna.
Misjafnt er hversu lengi fólki er ráðlagt að sofa en það fer eftir aldri og þurfa börn og unglingar að sofa lengur en fullorðnir
Meðal svefnþörf

  • Ungabörn 12-18 klst
  • Ung börn til 2 ára 14-18 klst
  • Leikskólabörn til 5 ára 11-13 klst
  • Skólabörn til 12 ára 9-11 klst
  • Unglingar 12-18 ára 8,5-10 klst
  • Fullorðnir 18 ára og eldri 7-9 klst

Ráð til að ná værum svefni:
Sleppa því að drekka kaffi, eða aðra koffíndrykki eftir kl 15.00 á daginn
Sofa við opinn glugga í passlega svölu herbergi.
Gera slökunar og eða öndunaræfingar fyrir svefn
Ekki hafa síma, tölvur, sjónvarp eða önnur snjalltæki í svefnherberginu
Gott er að hreyfa sig á hverjum degi en þó er ekki ráðlagt að æfa mikið rétt fyrir svefninn.
Ekki borða þunga máltíð rétt fyrir svefn.
Gott er að hafa reglu á svefntíma og þeim tíma sem við vöknum á morgnana.

Hópur um Heilsueflandi samfélag í Hornafirði.