Gjafa og minningarsjóður Skjólgarðs

0
235

Gjafa- og minningarsjóður Skjólgarðs var stofnaður árið 2020, og starfar skv. lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Markmið stofnunarinnar skv. skipulagsskrá er að taka þátt í að fjármagna kaup á tækjum og búnaði fyrir stofnanir sem sinna heilbrigðis- og öldrunarmálum í Sveitarfélaginu Hornafirði og og stuðla að eflingu heilbrigðis- og öldrunaþjónustu í sveitarfélaginu Hornafirði með fjárframlögum í einstök verkefni, þó ekki til almenns rekstrar. Þess má geta að saga sjóðsins er mun lengri, var áður í vörslu Sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu og síðar Sveitarfélagsins Hornfjarðar.
Í dag skipa stjórn sjóðsins: Sigurlaug Gissurardóttir formaður, Halldóra Bergljót Jónsdóttir og Haukur Helgi Þorvaldsson. Nýverið afgreiddi stjórnin endurskoðaðan ársreikning sjóðsins fyrir árið 2022.
Efnahagsreikningur 31.desember 2022 segir að eigið fé sjóðsins eru: 28 milljónir 393 þúsundir og 219 krónur. Rekstrartekjur: Sala minningarkorta….1100.404 kr. Innborgað gjafafé….6.997.666 kr. Annar rekstrarkostnaður….19.840 kr. Rekstrartekjur fyrir fjármagnstekjur….8.078.230 kr. Vaxtatekjur 527.493 kr. Afkoma fyrir fjármagnstekjuskatt….8.605.723 kr. Niðurstaða að fjármagnstekjuskattur…. 116,049 kr. Rekstrarniðurstaða ársins….8.489.674 kr.
Eina fasta tekjulind sjóðsins er sala minningakorta og er hægt að kaupa þau í afgreiðslu Ráðhússins og eins að fara inn á netið og slá inn www.hornafjörður.is og skrolla aðeins niður forsíðuna og klikka á Minningarkort og þá getur viðkomandi keypt kortið rafrænt. Sala minningarkorta hefur verið um kr.1.milljón á ári.

Síðan koma til gjafir frá velunnurum sjóðsins sem efla hann til að geta brugðist við óskum á ýmsum tækjum og búnaði ef þörf er á til að endurnýja búnað sem fyrir er á Skjólgarði eða annars staðar og nýtast til að auka líðan vistfólks og létta störf umönnunaraðila. Nú nýverið barst beiðni frá Skjólgarði um að fjármagna kaup á tveimur hjúkrunarrúmum með dýnum Ledljósum og gálga,tveimur náttborðum og göngugrind. Kostnaður nemur 1.073.813 kr. Var beiðnin samþykkt.

Undir lok árs 2022 barst Gjafa- og minningarsjóði vegleg gjöf í minningu Hallberu Karlsdóttur og Halldórs Vilhjálmssonar sem létu sér alla tíð mjög annt um velferð Hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs. Vill stjórnin koma á framfæri kærum þökkum til aðstandenda þeirra Hallberu og Halldórs fyrir þessa góðu gjöf. Blessuð sé minning þeirra!

Gjafasjóðurinn er á almannaheillaskrá. Gjafir til sjóðsins skapa rétt til skattaafsláttar hjá þeim aðilum, einstaklingum sem fyrirtækjum sem færa slíkar gjafir. Sjá nánar: https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/skattskylda/almannaheillaskra-skradir-logadilar/

Þeir sem vilja styrkja Gjafa-og minningarsjóð Skjólgarðs er bent að hafa samband við Sigurlaugu Gissurardóttur formann sjóðsins á Brunnhóli á Mýrum í síma 478 1029 eða 8671029 til að nálgast frekari upplýsingar. Unnið er að gerð heimasíðu fyrir sjóðinn þar sem birtar verða frekari upplýsingar um hann.

Virðingafyllst. Stjórn Minningar-og gjafasjóðs
Skjólgarðs.