Fyrirlestur fyrir ungmenni í vinnskólanum

0
1217
Nemendur vinnuskólans við verkefnavinnu

Mánudaginn 29. júní s.l. kom hingað á Höfn fyrirlesari sem heitir Beggi Ólafs. Hann kom hingað í boði USÚ til að halda fyrirlestur/námskeið fyrir ungmenni í vinnuskólanum á Höfn. Það eru ekki allir sem vita hver Beggi Ólafs er en hér eru smá upplýsingar af síðu hans hver hann er:

Jóhanna Íris fyrir hönd USÚ og Beggi Ólafs

,,Beggi er einlægur einstaklingur sem er að gera allt í hans valdi til að hjálpa fólki til að eiga eins þýðingarmikið líf og hægt er. Hann er fyrirlesari og er með MSc í þjálfunarsálfræði. Beggi hefur mikla reynslu úr íþróttum þar sem hann var fyrirliði mest allan sinn feril.
Hann hefur haldið um 70 fyrirlestra með góðum árangri fyrir rúmlega 4000 manns. Ásamt 6 ára sálfræðinámi hefur hann eytt mörgum tugum þúsunda í að mennta sig í andlegri vellíðan og heilsu. Markhópurinn hans Begga er fjölbreyttur og honum finnst sérstaklega skemmtilegt að aðlaga hvern fyrirlestur, þjálfunarsálfræðitíma og námskeið að hverju tilefni fyrir sig.
Beggi hefur mikla ástríðu fyrir því að miðla visku sinni til eins margra og hann mögulega getur. Markmið hans er að kortleggja hvað einkennir gott líf og hjálpa fólki með verkfærum úr sálfræði að færast nær lífinu sem þeir vilja lifa og að verða einstaklingarnir sem þeir vilja vera.
Vinna Begga er að mestu leyti byggð á sálfræði, persónulegri reynslu og stöðugri þróun. Hann vinnur sjálfstætt við þjálfunarsálfræði, fyrirlestra, námskeið og greiningar. Beggi vinnur með fjölbreyttum einstaklingum og hópum við persónuleg, félagsleg og fagleg markmið“.
Fyrirlesturinn gekk mjög vel og voru nemendur vinnuskólans virkir í verkefnavinnunni sem lögð var fyrir þau. Við þökkum USÚ kærlega fyrir námskeiðið.

F.h. Vinnuskólans á Höfn
Herdís I Waage