Sveitarfélagið Hornafjörður vill vekja athygli á því að framkvæmdir eru að hefjast við Hafnarbraut og gera má ráð fyrir truflun á umferð á götunni í sumar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í september. Skipt verður um lagnir, bæði fráveitu og vatnslagnir frá gatnamótum Hafnarbrautar og Víkurbrautar að Litlubrú og í Bogaslóð norðan Hafnarbrautar og Skólabrúar. Yfirborð götunnar verður einnig endurnýjað og verður gatan að hluta til hellulögð en að hluta malbikuð. Sjá má teikningar og líkan af fyrirhuguðum breytingum á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hornafjörður.is. Reynt verður að haga framkvæmdum þannig að sem minnst rask verði á aðgengi íbúa að heimilum sínum. Við mætumst svo brosandi á nýrri Hafnarbraut í haust.
Með kveðju
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Umhverfis- og skipulagsstjóri