Íslandsmót í Hornafjarðarmanna
Þórhildur Kristinsdóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna en keppnin var haldin í 20. skipti þann 18. apríl. Í úrslitum glímdi hún við Rúnar Þór Gunnarsson og Hróðmar Magnússon fv. Íslandsmeistara.
Þórhildur spilaði í úrslitum árið 2008, var þá 12 ára efnilegur spilari.
Þessir þrír stórspilarar tengjast inn í öflugar hornfirskar spilaættir. Þinganes, Snjólfar og Vallarnes. Hornafjarðarmanni er samt sem áður meira...
Sindri Íslandsmeistarar í 2. deild
Það skalf allt og nötraði í íþróttahúsinu laugardaginn 14. apríl þegar meistaraflokkur karla í körfubolta háði úrslitaleik við sterkt lið KV frá Reykjavik. Troðfull stúka, trommur, tónlist, þriggja stiga körfur og troðslur var bara smjörþefurinn af því sem koma skal. Lokatölur 82-77, stórkostlegur sextándi sigur í röð og með því komnir upp í 1. deild á næsta leiktímabili. Stjórn...
Takk fyrir frábærar móttökur
Fyrir hönd Lista- og menningarsviðs FAS vil ég þakka Hornfirðingum og öðrum gestum fyrir frábæra móttöku á leiksýningunni Ronju ræningjadóttur sem sýnd var í leikhúsi Nýheima í mars. Uppselt var á allar sýningar og sýnir það áhuga heimamanna á starfi nema á listabrautum FAS. Þetta gefur góð fyrirheit um að Framhaldsskólinn á Höfn sé á réttri leið með að...
Starfsemi Fræðslunetsins
Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi er sjálfseignarstofnun í eigu fjölmargra félaga, sveitarfélaga og fyrirtækja á Suðurlandi. Á ári hverju fá á milli 1.200 - 1.400 manns á Suðurlandi einhverskonar fræðslu á vegum Fræðslunetsins.
Fræðslunetið sér um og skipuleggur nám og námskeið fyrir fullorðið fólk. Námsúrræðin eru af ýmsum toga; starfstengt nám og endurmenntun, námsleiðir sem gefa einingar á framhaldsskólastigi, nám...
Skinney-Þinganes afhendir smáíbúðir
Þingey ehf., dótturfélag Skinneyjar–Þinganess hf., afhenti í dag lykla að sex smáíbúðum sem hafa verið í byggingu frá því í haust. Auk íbúðanna er sameiginlegt rými í miðju húsinu sem inniheldur eina geymslu fyrir hverja íbúð, sameiginlega þvottaaðstöðu og hjólageymslu. Húsið er byggt úr krosslímdu tré sem framleitt er í Austurríki og klætt með álklæðningu. Nær allt efni í...