
Sveitarfélagið hefur að undanförnu hvatt til þess að byggðar verði íbúðir í sveitarfélaginu þar sem mikill skortur er á íbúðarhúsnæði.
Afhentar hafa verið lóðir endurgjaldslaust fyrir þá sem hafa áhuga á að byggja sérbýlishús auk þess sem gatnagerðargjöld hafa verið felld niður.
Ríkið hefur einnig hvatt til þess að farið verði í átak í húsnæðismálum með því að Íbúðarlánasjóður veiti fé í uppbyggingu á leiguhúsnæði. Ákveðið var að sveitarfélagið stofnaði félag um byggingu á fimm íbúða fjölbýlishúsi með stofnframlagi og sótt var um mótframlag til Íbúðarlánasjóðs sem var samþykkt.
Framkvæmdir eru hafnar á Bugðuleiru og er það verktakinn Mikael ehf. sem sér um verkið. Í framhaldinu mun Skinney-Þinganes hf. einnig fara í byggingu á fjölbýlishúsi að
Bugðuleiru 1.