Eins og flestum er sjálfsagt kunnugt var lokað á aðgengi að Fjárhúsavík í fyrrahaust vegna slæmrar umgengni. Eftir að svæðið var opnað á ný hafa íbúar almennt gengið nokkuð vel um. Aðkoman um daginn olli því töluverðum vonbrigðum og gefur tilefni til að endurskoða aðgengi að svæðinu.
Fjárhúsavík er eingöngu ætluð fyrir losun á garðaúrgangi frá íbúum sveitarfélagsins s.s. trjágreinum, grasi, illgresi og sambærilegum úrgangi. Annarskonar úrgangur á ekki heima í Fjárhúsavík heldur í gámaportinu á Höfn. Þetta á til dæmis við um múrbrot, postulín, flísar, timbur og vörubretti svo eitthvað sé nefnt.
Þá eru ruslapokar úr plasti ekki garðaúrgangur. Ruslapoka ber að tæma og ýmist setja í grænu endurvinnslutunnuna á svæðinu eða taka með sér heim og endurnýta.
Í ljósi aðstæðna þykir rétt að takmarka aðgengi að Fjárhúsavík. Þurfi íbúar að losa sig við garðaúrgang má hafa samband við Áhaldahúsið á opnunartíma (virka daga kl. 8-16) í síma: 470-8027. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð fyrir næsta sumar.
Að lokum er vert að minnast á að losunarstaðir fyrir úrgang eru takmörkuð auðlind. Hugsum þegar við hendum og förum vel með bæjarlandið. Hjálpumst að og minnum hvert annað á umgengnisreglurnar.
Verkefnastjóri umhverfismála