Slysavarnadeildin Framtíðin og Hirðingjarnir tóku sig saman á dögunum og gáfu hjartastuðtæki í Sporthöllina og Crossfitstöðina Fenrir. Hefur Slysavarnadeildin Framtíð áður gefið hjartastuðtæki á hinum ýmsum stöðum í bæjarfélaginu. Slysavarnadeildin Framtíðin er forvarnarfélag ásamt því að standa í fjáröflunum til að geta gefið svona rausnarlegar gjafir. Í enda nóvember byrjar árleg fjáröflun okkar sem er happdrættis línan sem Hornfirðingar þekkja vel og hafa ávallt tekið vel á móti okkur Við erum líka í þessu félagi til að hafa gaman og hittumst reglulega á kósýkvöldum í húsi félagsins. Höldum jólasamveru í enda nóvember og margt fleira sem við tökum upp á. Slysavarndeildin heldur sinn árlega haustfund þann 10. nóvember klukkan 20:00 í húsi félagsins og allir eru velkomnir á fund sem hafa áhuga að koma og fræðast um Slysavarnadeildina Framtíðina og kannski bara ganga í félagið.
Fjóla Jóhannsdóttir, formaður Slysavarnadeildarinnar Framtíðar