Gott bakland

0
125

Nýverið fór fram úthlutun úr styrktarsjóði geðheilbrigðis og hlaut stuðnings[1]og virkniþjónusta Sveitarfélagsins Hornafjarðar styrk upp á 300.000 kr. fyrir verkefnið ,,Gott Bakland´´ Í starfi okkar höfum við tekið eftir því að þörf er á sértækum stuðningi við aðstandendur einstaklinga með geðsjúkdóma. Með það í huga sótti Sigrún Bessý Guðmundsdóttir, ráðgjafi á velferðarsviði, um styrkveitingu til geðheilbrigðissjóðs undir nafninu „Gott bakland” og er markmiðið að bjóða upp á námskeið fyrir aðstandendur og eftirfylgd í kjölfarið. Aðstandendur geta verið hornsteinn í bata einstaklinga með geðrænan vanda og mikilvægt að þeirra líðan og áskorunum sé veitt athygli. Til gamans má geta að Sveitarfélagið Hornafjörður var eina sveitarfélagið sem hlaut styrk úr sjóðnum en samkvæmt forsvarsmönnum sjóðsins eru sveitarfélög vanalega ekki styrkt, heldur eru það einstaklingar og félagasamtök sem fá úthlutun. Fer núna í gang hugmyndavinna um hvernig styrkurinn er best nýttur og kortlagning á þörfum aðstandenda. Meðfylgjandi mynd sýnir alla styrkhafa úr styrktarsjóði geðheilbrigðis en Sigríður Helga Axelsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og virkniþjónustu, veitti styrknum móttöku við hátíðlega athöfn í Iðnó 18. október síðastliðinn.

 Fyrir hönd velferðarsviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Sigrún Bessý Guðmundsdóttir ráðgjafi í barnavernd og félagsþjónustu. Sigríður Helga Axelsdóttir forstöðumaður stuðnings-og virkniþjónustu.