Gengur þú með dulda sykursýki?

0
222

Alþjóðlegi Sykursýkisdagurinn er 14. nóvember ár hvert.

Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Til eru tvær tegundir sykursýki.
Tegund 1 stafar af því að frumurnar sem framleiða insúlín eyðileggjast.
Tegund 2 er áunninn sykursýki.

Sykursýki er vaxandi vandi í heiminum. Talið er að hrundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita af því. Þetta er falinn vandi og kemur mörgum á óvart sem mælst hafa með of mikinn blóðsykur.

Undanfarin ár höfum við Lionsfélagar á Hornafirði staðið fyrir því að bjóða upp á blóðsykurmælingar við góðar undirtektir bæjar- og sýslubúa.
Hafa hátt í, á annað hundrað manns komið í mælingu til okkar á þessum degi,
þar af höfum við vísað um 10% í frekari mælingu á Heilsugæslustöð.

Markmið okkar með þessari mælingu er að vekja almenning til umhugsunar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki.

Ætlum við Lionsfélagar að bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar í Nettó þriðjudaginn 14. nóvember frá kl 10:00 og fram eftir degi eða á meðan birgðir endast.

Hvetjum við alla til að nýta sér þetta tækifæri og koma í mælingu.

Lionsklúbburinn Kolgríma
Lionsklúbbur Hornafjarðar.