Skipulag landbúnaðarsvæða – Hver eru áform og markmið landeigenda?

0
320

Í tengslum við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins
Hornafjarðar var um miðjan júní sl. birt vefkönnun sem beint var til landeigenda og ábúenda. Frestur til að svara könnuninni hefur nú verið framlengdur til 20. ágúst nk. og eru viðeigandi aðilar hvattir til að senda svör og kynna sér um leið skipulagsvinnuna á aðalskipulagsvef sveitarfélagsins,
hornafjordur.is/adalskipulag.
Í könnuninni er m.a. spurt um áformaðar eða líklegar breytingar á landnotkun eða framkvæmdir á viðkomandi jörð/landareign á næstu 12-15 árum, s.s. tengdum skógrækt, frístundabyggð, ferðaþjónustu, iðnaðarstarfsemi,
orkuöflun, efnistöku, vegagerð,
endurheimt votlendis eða framræslu.
Mikilvægt er að fá fram þessar upplýsingar nú svo nýtt aðalskipulag taki sem best mið af þróun í dreifbýli og einnig til að koma í veg fyrir kostnað og fyrirhöfn sem getur fylgt því að breyta aðalskipulagi síðar.
Við óskum því eftir að sem flestir landeigendur gefi sér tíma til að svara könnuninni sem finna má undir efstu frétt á slóðinni hornafjorduradalskipulag.is

Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Umhverfis- og skipulagsstjóri