Þvííílíkir ódámar! Ég er alveg miður mín og Sísí vinkona mín líka. Við vorum á okkar daglegu skemmtigöngu þegar tvær manneskjur á einu hlaupahjóli þeyttust framúr okkur á gangstígnum á móts við N1. Ekki nóg með það að þessir ódámar voru tveir á farartækinu, heldur voru þeir ekki með hjálma og þeir orguðu bíííp kellingar þegar þeir þeyttust framhjá. Við fengum báðar næstum því hjartaáfall! Við ákváðum að láta ekki staðar numið og héldum áfram sem leið lá beint að N1 og þar fyrir utan fundum við sökudólgana eða næstum því. Fyrir utan N1 voru sex svört og græn hlaupahjól öll merkt HOPP! Hvað er eiginlega að fullorðnu fólki að halda þessari vitleysu og stórhættulegu farartækjum að unga fólkinu okkar? Vita ráðamenn HOPP ekki að það er stórhættulegt að vera á þessum hjólum eins og gangstéttarnar eru útlítandi í innbænum? Svo hef ég heyrt að það eru ekki bara unga fólkið sem þeysist um á þessu. Í fréttum heyrði ég að fólk sem er úti á lífinu um helgar er að koma sér á milli staða á þessum tækjum. (Hér áður fyrr mátti maður ekki einu sinni vera ölvaður á reiðhjóli, hvað þá meira!). Fyrir utan það að hversu hættulegt það er að ferðast á þessum skaðræðisgripum þá liggja þeir eins og hráviður út um allt. Þetta er hreinlega subbulegur útgangur að sjá gangstígana yfirfulla af liggjandi hlaupahjólum sem einhverjir hafa lagt frá sér þegar inneignin þeirra er búin og hjólið neitar að halda áfram. Mér finnst, þó ólekkert sé, að Hopp megi bara hoppa upp í óæðri endann á sér!
Málfríður