Lokametrar PEAK verkefnisins

0
631

Í síðustu viku lauk tveggja daga vinnufundi samstarfsaðila FAS í Erasmus+ nýsköpunarverkefninu New Hights for Youth Entrepreneurs – PEAK. Markmið verkefnisins er að vinna námsefni fyrir bæði leiðbeinendur og kennara ungra frumkvöðla í fjallahéruðum og dreifðum byggðum, sem og fyrir frumkvöðlana sjálfa. Verkefnavinna sem þessi er liður í starfi FAS við að efla og hlúa að almennri menntun í nærsamfélagi sínu. Það líður senn að lokum PEAK verkefnisins sem hefur staðið yfir í rúmlega þrjú ár, en því lýkur formlega 31. júlí n.k. Þessi fundur var sá síðasti þar sem samstarfsaðilarnir hittast í raunheimum en þeir sem mættu til Hafnar komu frá Skotlandi, Ítalíu og Grikklandi. Auk ferðalanganna tóku samstarfsaðilar frá Grikklandi, Írlandi og Norður-Írlandi þátt í vinnufundinum í gegnum netið. Gestirnir dreifðu sér á milli nokkurra af okkar góðu gististöðum meðan á dvöl þeirra stóð. Þeir unnu sína vinnu í FAS, nærðu sig m.a. hjá Lindu í mötuneyti skólans og kynntu sér starfsemi Nýheima og Vöruhússins þar sem Fab Lab-ið vakti mikla lukku. Þeir fengu auk þess stutta söguferð um bæinn og litu inn á bæði Pakkhúsið og Ottó. Gestunum fannst við búa mjög vel að öllu leyti og sérstaklega fannst þeim magnað að við hefðum svona glæsilega Fab Lab starfsstöð í okkar litla samfélagi. Afurðir PEAK verkefnisins eru teknar að birtast á heimasíðu þess; https:// www.peakentrepreneurs.eu/ og eru allir hvattir til að líta þangað inn og kynna sér áhugavert stuðningsefni fyrir frjóa einstaklinga sem áhuga hafa á nýsköpun og frumkvöðlavinnu. Síðan er í vinnslu enn meira efni og mun bætast inn á hana á komandi vikum.

Auk heimasíðunnar er PEAK verkefnið einnig á samfélagsmiðlum en þeir eru einnig í vinnslu á þessari stundu:

YouTube: https:// www.youtube.com/@ peakentrepreneurs2892/ videos

 TikTok: https://www.tiktok.com/@ peakentrepreneurs

Instagram: https://www.instagram.com/ peak.entrepreneurs/

Facebook: https://www.facebook.com/ PeakEntrepreneurs

Í verkefninu segja ungir frumkvöðlar allra samstarfslandanna m.a. frá sinni reynslu af því að fá hugmyndir að atvinnumöguleikum og að hrinda þeim í framkvæmd. Saga þeirra birtist í stuttum myndböndum á heimasíðunni. Lesendur þessarar fréttar gætu verið sérstaklega áhugasamir að kynna sér hvað íslensku frumkvöðlarnir höfðu að segja, en myndböndin þeirra er að finna hér

 (https:// www.peakentrepreneurs.eu/youth[1]entrepreneurs-video-showcase/#iceland)

Kynningarráðstefna verður haldin í Nýheimum í lok júní þar sem verkefnið kynnt formlega og sumt af efni þess prufukeyrt. Er það von undirritaðrar að sem flestir mæti á þá ráðstefnu og taki þátt. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Verkefnastjóri PEAK á Íslandi, Hulda L. Hauksdóttir