ÁRSREIKNINGUR SVEITARFÉLAGSINS HORNAFJARÐAR 2022 – STAÐAN HJÁ OKKUR ER GÓÐ

0
971

Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2022 sýnir jákvæða afkomu og sterka stöðu sveitarsjóðs. Afkoma A-hluta var jákvæð um 218 milljónir króna og í A- og B-hluta var niðurstaðan jákvæð um 232 milljónir króna. Eigið fé í árslok 2022 í A- og B-hluta nam 5.709 milljónum króna og var 4.984 milljónir króna í A-hluta. Í sinni einföldustu mynd er A-hluti sá hluti sveitarsjóðs sem er aðalsjóður og fjármagnaður með skatttekjum en B-hluti aðrar rekstrareiningar sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélags og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Veltufé frá rekstri styrkist á milli ára Veltufé frá rekstri B-hluta var 626 milljónir króna og 467 milljónir króna í A-hluta. Þetta er aukning frá fyrra ári og sýnir að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að standa við skuldbindingar sínar og hefur aukið bolmagn til fjárfestinga.

Útsvar sem hlutfall af tekjum hækkar á milli ára

Það er ánægjulegt að sjá að hlutfall útsvars í tekjum okkar er að hækka. Það er nú 56,5% og hækkar um 2% á milli ára. Þetta eykur okkar sjálfbærni og rekstrarhagkvæmni, en gefur líka vísbendingu um stöðugt aukin styrk atvinnulífsins hér í Hornafirði.

Lágt skuldahlutfall en of lítið framkvæmt á síðasta

 ári Skuldahlutfall A- og B-hluta var í árslok 2022 er 65% og er langt undir viðmiðunarreglu um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga sem er að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Á síðasta ári var sveitarsjóður rekinn án lántöku sem er gott, en á móti voru framkvæmdir sveitarfélagsins líka með minnsta móti og skýrir það einnig niðurstöðuna.

Metnaðarfull fjárfestingaráætlun þessa árs

 Í áætlun fyrir þetta ár er gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 238 milljónir króna í A- og B-hluta og að skuldahlutfall hækki í 74% en það var 71% árið 2021. Afar umfangsmiklar framkvæmdir eru áætlaðar á árinu hjá sveitarfélaginu. Þar má nefna viðbyggingu við leikskólann, fjórða áfanga fráveitunnar, nýja slökkvibifreið að ógleymdum framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili þar sem heildarkostnaður verður um 500 milljónir króna á framkvæmdatímanum.

 Mikil uppbygging og björt framtíð

Á heildina litið sýnir ársreikningur fyrir árið 2022 að Sveitarfélagið Hornafjörður er í sterkri stöðu. Veltufé frá rekstri hefur aukist, hlutfall útsvars í tekjum sveitarfélagsins hækkar og skuldahlutfall er langt undir viðmiðunarmörkum. Góður rekstur fellur ekki af himnum ofan og það gerir slæmur rekstur ekki heldur. Atvinnulífið hér í Hornafirði blómstrar og um leið blómstrar mannlífið. Mikil uppbygging er í kortunum og framtíðin brosir við okkur.

Áfram Hornafjörður!

Sigurjón Andrésson bæjarstjóri