Fjárfest í sól og betri gæðum

0
209

Sunnudaginn 14. maí mun Novus Habitat halda kynningarfund á Höfn í Hornarfirði þar sem hægt verður að fræðast um allt sem máli skiptir varðandi fasteignakaup á Spáni og Tenerife. Fundurinn fer fram á Berayja hóteli á milli kl. 16 og 18. Íslendingar hafa í auknum mæli fjárfest í fasteignum við Miðjarðarhafið, þar sem njóta má veðurblíðu nánast allan ársins hring, flatmaga á ströndinni eða kynna sér matargerð Spánverja, úr úrvals fersku hráefni á veitingastöðum innfæddra. Óþarfi er að minnast á verðlagið en lífsins gagn og nauðsynjar eru á hagstæðu verði svo ekki sé meira sagt. Fasteignasalan Novus Habitat býður Íslendingum upp á alhliða aðstoð við val og kaup á fasteign ásamt þjónustu eftir kaupin, á íslenskri tungu. Aðalskrifstofur Novus Habitat eru í Benijófar, suður af Alicante á Spáni en fasteignasalan sérhæfir sig í nýbyggingum á víðfeðmu svæði við suðausturströnd Spánar. Steina Jónsdóttir er sölustjóri Íslandsdeildar hjá Novus Habitat og sinnir íslenskum viðskiptavinum fyrirtækisins.

Hún hefur búið og starfað á Spáni í nítján ár og segist hvergi annars staðar vilja vera. „Hér er ekki eingöngu verið að fjárfesta í fasteigninni sjálfri því hér eru lífsgæðin mikil; birtan og loftslagið gerir okkur gott, og ekki spillir verðlagið og fersk matvaran við Miðjarðarhafið fyrir. Steina segir fólk kaupa fasteign á Spáni af ýmsum ástæðum. Sumir vilji setjast að á meðan aðrir kaupi hús til vetrardvalar eða til að nýta í sumarleyfum fjölskyldunnar. ,,Við bjóðum eingöngu uppá nýjar eignir og spönnum stórt svæði, allt frá Denia í norðri til Mar Menor í suðri, auk Tenerife, sem margir þekkja vel, en þar erum við með framúrskarandi samstarfsaðila sem sinna landanum. Hún segir vinsælt að kaupa íbúðir í kjörnum sem lokaðir eru af, þar sem sundlaug og garðar eru í sameign. Slíkir kjarnar eru á tveimur til fjórum hæðum og verðin misjöfn eftir hæðum, áttum og útsýni. Jarðhæðareignir hafa eigin garð og efstu hæðir eigin þakverönd. Millihæðir eru með svölum og yfirleitt ódýrustu eignirnar í kjarnanum. Í flestum tilvikum má finna helstu þjónustu í næsta nágrenni en vissulega getur vegalengdin verið misjöfn.

Ég leiðbeini fólki með staðsetningu eftir helstu óskum kaupandans. Flestir vilja hafa verslun og veitingastaði í göngufæri en hjá öðrum skiptir það minna máli. Það má geta þess að auðvelt er að aka bifreið um Spán og vegakerfið mjög þægilegt. Auk þess er ódýrt og einfalt að ferðast til nágrannalanda héðan, sé fólk búið að koma sér upp heimili. Það eru góðar flugsamgöngur til flestra Evrópuborga frá Alicante, og yfirleitt á afar hagstæðu verði,“ bætir Steina við. Steina fluttist búferlum til Spánar árið 2004 ásamt eiginmanni og tveimur dætrum sem í dag eru 28 og 22ja ára. Sú yngsta, sem er 18 ára, er fædd á Spáni. „Það var eiginlega skyndibrjálæði og ævintýraþrá á sínum tíma, að flytja til Spánar og kaupa hús. En hér líður okkur vel, ég er ein með dætrum mínum í dag og við erum óttalegir Spánverjar. Ég segi oft að þessi hugmynd hafi verið skynsamlegasta skyndibrjálæðið mitt hingað til. Hér er dásamlegt að vera og bæði heilbrigðis- og skólakerfi til fyrirmyndar. Dætur mínar hafa alltaf verið ánægðar. Við búum í litlu spænsku þorpi en hér tökum við fullan þátt í menningunni og höfum tileinkað okkur margar hefðir innfæddra. Stelpurnar eru til dæmis fermdar inn í kaþólska trú. Við tökum þátt í samfélaginu hérna, rétt eins og ef við byggjum í Reykjavík.“ Steina segir að það sé sérstaklega skemmtilegt að starfa við að þjóna Íslendingum. „Það var mikil gleði þegar markaðurinn opnaðist aftur og gjaldeyrishöftum var aflétt. Margir höfðu gengið með drauminn í maganum lengi en ekkert getað aðhafst vegna haftanna.“ Þegar hún er spurð hversu mikið fé fólk þurfi að eiga til að fara af stað í að kaupa fasteign á Spáni, svarar Steina: „Við ráðleggjum fólki að reikna með að þurfa að leggja fram 50% af kaupverðinu. Kaupendur geta sótt um veðlán en slíkt lán kemur til afgreiðslu við afsal auk þess sem bæta þarf kostnaði við kaupverðið en sá kostnaður er 10% söluskattur og gjöld sem tengjast þinglýsingu og skráningu og fleiru slíku.

Nauðsynlegt er að reikna með 14% kostnaði í það heila. Vegna þessa kostnaðar og greiðsluskilmála almennt, er æskilegt að fólk reikni með að eiga 50% af kaupverði þegar farið er af stað. Síðan er hægt að fjármagna með allt að 70% veðláni, gegn greiðslumati, að sjálfsögðu. Lánið þarf að vera að fullu greitt þegar lánþegi nær 75 ára aldri. Því eldri sem við erum, því styttri er lánstíminn og afborganir hærri, eins og gefur að skilja. Við leiðbeinum viðskiptavinum í gegnum þetta ferli eins og það leggur sig og eftirsöluþjónustan okkar aðstoðar við húsgagnakaup, internettengingar og annað sem nauðsynlegt er að huga að.“ segir Steina. Kynningarfundurinn á sunnudag er öllum opinn og gestir geta kíkt í heimsókn hvenær sem er á milli klukkan 16 og 18. Einnig er í boði að bóka einkafund með Steinu með því að hafa samband við í gegnum netfangið steina@novushabitat.es eða í síma +34 615 698 766. Einnig er hægt að fá góðar upplýsingar á heimasíðunni https:// novushabitat.es/is/