Af hverju er styrktarþjálfun nauðsynleg?

0
387
Horizontal shot of female hand being raised while making physical exercises with weighting agent, being isolated over yellow background. Weight loss and fitness concept
  • Styrktarþjálfun ver bein- og vöðvamassa.
  • Styrktarþjálfun gerir þig sterkari.
  • Styrktarþjálfun getur haft jákvæð áhrif gegn mörgum sjúkdómum.
  • Styrktarþjálfun eykur orku og bætir skap

Vöðvar rýrna vissulega þegar þeir eru ekkert notaðir. Hefurðu einhvern tímann brotnað og verið settur í gifs? Í fyrstu var gifsið þétt að skinninu, mjög óþægilegt. Eftir smá tíma varð gifsið aðeins víðara og þú gast séð smá bil á milli húðarinnar og gifsins. Vöðvarnir voru farnir að rýrna af notkunarleysi og það er það sem gerist um allan líkamann ef þú þjálfar ekki vöðvana að staðaldri.
Styrktarþjálfun er lífsnauðsynleg fyrir líkamshreysti eftir 40 ára aldur. Ef ekkert er gert, missum við 10% af vöðvamassanum milli 25 og 50 ára og 45% meira milli 50 og 80 ára. Þessi rýrnun á vöðvamassa gerir okkur veikbyggðari fyrir föllum, gerir beinin léleg og einnig vangetu til ýmissa líkamlegra athafna í daglegu lífi.
Það er margt fólk sem stundar ekki styrktarþjálfun og eru margar ástæður þar að baki. Sumum finnst það leiðinlegt á meðan aðrir einstaklingar vilja ekki verða massaðir. Ég held að það sé hægt að finna leiðir sem hæfa öllum og að allir ættu að notast við styrktarþjálfun af einhverju tagi.
Það eru líka margur annar ávinningur af því að stunda styrktarþjálfun sem hluta af æfingaráætlun þinni. Ekki aðeins líturðu miklu betur út heldur verða beinin sterk, blóðþrýstingur lækkar og hugsanlega minnkar hætta á áföllum. Að auki brenna vöðvar meiri hitaeiningum í daglegu lífi en fita.
Byrjaðu að rífa í lóðin. Ef þér finnst það leiðinlegt, þá hvet ég þig til þess að finna þér aðferð sem hentar þér. Það eru til fjöldinn allur af aðferðum styrktarþjálfunar.

Eitt að lokum, þú verður ekki massaður/mössuð á einni nóttu þó svo að lóðin séu þung!

Kveðja Kolla Bjöss í Sporthöllinni