Í september hefst tilraunaverkefni við sorphirðu þar sem allir úrgangsflokkar verða hirtir í sömu ferð, tveir í dreifbýli og þrír í þéttbýli. Þetta fyrirkomulag verður mögulegt með tilkomu þriggja hólfa sorphirðubíls en hann heldur öllum flokkum aðskildum þ.e. blönduðum úrgangi, lífrænum úrgangi og grænu efni, sem samanstendur af pappa, pappír, plasti og málmum.
Með þessum breytingum líða almennt aðeins þrjár vikur á milli tæminga allra flokka hvort sem íbúar búa í þéttbýli eða dreifbýli. Breytingarnar þýða jafnframt að sorphirðudögum fjölgar fyrir hverja hirðu eða úr tveimur í fimm fyrir þéttbýlið og úr tveimur í þrjá fyrir dreifbýlið.
Breytingin er fyrst og fremst gerð í tilraunaskyni en gefur vonandi góða raun. Íbúar eru sömuleiðis hvattir til að huga að eigin sorpmálum en grænt efni á að vera laust við alla matarafganga þegar það fer í endurvinnanlegu tunnuna. Það þarf t.d. að skola mjólkur- eða djúsfernur.
Þá má alls ekki setja plast í lífrænu tunnuna! Lífrænan úrgang má hins vegar setja í maíspoka.