SJÓN með þjónustu á Höfn

0
669

Markús Stephan Klinger er sjóntækjameistari frá Austurríki en hann stofnaði Sjón gleraugnaverslun árið 1999 og hefur verslunin stækkað jafnt og þétt allt síðan hún opnaði. Sjón verður á Höfn í Hornafirði daganna 22.-23. apríl í Slysavarnarhúsinu og á Reyðarfirði dagana 25.-28. apríl í húsi Hárbankans, Búðareyri 3. Hægt er að koma í sjónmælingu og skoða allskonar frábær tilboð.
“Við höfum farið til Vestmannaeyja og Húsavíkur með gleraugnaþjónustu síðustu 20 ár, og hef einnig farið á Austurland og víða um Ísland til að veita þjónustu til þeirra sem þurfa. Það hefur verið vel tekið á móti okkur þar sem við komum en fólk kann að meta þá góðu þjónustu sem við veitum og flestir halda áfram að versla við okkur. Við leggjum mikið upp úr að veita góða þjónustu og það vita viðskiptavinir okkar,” segir Markús, eigandi Sjónar.
“Við hlökkum til að heimsækja Austurland og stefna okkar í framtíðinni er að koma á 3 mánaða fresti með allar græjur til að sjónmæla og auðvitað allskonar tilboð og auðvitað frábæra þjónustu.”