Sólsker vinnu til verðlauna

0
1077

Verðlaunaafhending í Íslands­meistarakeppni í matarhandverki var á Hvanneyri laugardaginn 23. nóvember á matarhátíð Matarauðs Vesturlands. Frábær stemmning var á staðnum og voru fulltrúar matarfrumkvöðla og smáframleiðanda að kynna og selja afurðir sínar. Fjöldi gesta var á hátíðinni og er það til merkis um mikinn áhuga á íslensku matarhandverki. Ómar Fransson margverðlaunaður framleiðandi á gæðamatvælum úr fiski vann þar til tvennra verðlauna í flokknum “Fiskur og sjávarfang”. Hlaut hann silfur verðlaun fyrir heitreyktan makríl og einnig brons fyrir léttreykta þorskhnakka.
Eystrahorn óskar Ómari til hamingju með árangurinn.