Kaffihús í Golfskálanum

0
2368

32260895_987032518115261_4251496390103924736_nNú í byrjun sumars opnaði Cafe Tee í Golfskálanum við Silfurnesvöll. Þau sem reka kaffihúsið eru Arndís Lára Kolbrúnardóttir og sambýlismaður hennar Barði Barðason en þau komu til Hafnar fyrir um tveimur árum og líkar mjög vel hér. Þau höfðu alltaf haft kaffihúsa/bar draum og þegar þau sáu tækifærið að láta báða rætast létu þau slag standa. Kaffihúsið opnaði í byrjun júní og hefur Golfklúbbur Hornafjarðar byggt stóran og góða pall við skálann sem mun nýtast gestum og golfurum á blíðviðrisdögum. Boðið er upp á hádegismat og léttar veitingar ásamt bar. Alltaf er hægt að fá nýbakaðar vöfflur og annað kruðerí. Þau hafa verið dugleg að halda allskonar viðburði svo sem pub-quiz, karaoke og tónleika. „Planið er að hafa viðburð einu sinni í viku út sumarið, hvort sem það eru spilakvöld, pub-quiz eða annað. Það verður þó lokað helgina 20. – 22 júlí en þá tökum við okkur smá sumarfrí en fjótlega eftir það mun hornfirska hljómsveitinn Kla Kar halda tónleika á Cafe Tee“ segir Arndís.
Arndís og Barði eru opin fyrir öllum uppástungum um viðburði og taka að sér veislur og aðrar uppákomur fyrir hópa. Cafe Tee er fyrir Hornfirðinga til að njóta góðrar stemningar og hafa það kosý.